„Finn til ábyrgðar"

Silvio Berlusconi, leiðtogi bandalags mið- og hægriflokka, segist vera hrærður og finna til mikillar ábyrgðar, eftir að hafa unnið í þingkosningum á Ítalíu í dag.  Berlusconi sagði í samtali við RAI, ítölsku ríkissjónvarpsstöðina, að erfiðir mánuðir séu framundan, sem munu krefjast mikils. Tólf ráðherrar munu skipa nýja ríkisstjórn Berlusconis, þar af fjórar konur, og segir Berlusconi að ríkisstjórn hans muni vera við ljúka sínu fimm ára kjörtímabili. 

Berlusconi segist tilbúinn til þess að starfa með stjórnarandstöðunni til þess að koma á endurbótum í landinu, og hét því að minnka skuldir almennings, og bæta réttarkerfið.  Berlusconi, sem er 71 árs, tekur nú við embætti forsætisráðherra í þriðja sinn. 

Walter Veltroni, leiðtogi kosningabandalags mið- og vinstriflokka á Ítalíu, játaði í dag ósigur í þingkosningunum og sagði úrslitin greinileg þótt ekki væri búið að telja öll atkvæði.  Veltroni sagðist hafa hringt í Berlusconi, og óskað honum til hamingju með sigurinn.

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert