Kröfu um að birta kosningaúrslit hafnað

Dómari í Harare, höfuðborg Simbabve, hefur hafnað kröfu um, að birt verði án tafar úrslit í forsetakosningum, sem fóru fram í landinu í lok mars. Samkvæmt úrskurðinum er kröfunni vísað frá og stjórnarandstaðan þarf að greiða málskostað.

Yfirkjörstjórn landsins segist enn vera að fara yfir talningu atkvæða í kosningunum. Stjórnarandstaðan fullyrðir, að Morgan Tsvangirai, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hafi fengið yfir 50% atkvæða en því hefur Robert Mugabe, forseti, neitað.  

Dómarinn féllst á þá útskýringu kjörstjórnarinnar, að verið væri að rannsaka hvort brot hefðu verið framin gegn kosningalögum í nokkrum kjördæmum. Ekki sé hægt að fallast á, að um óeðlilega töf á birtingu úrslita sé að ræða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert