Myrti stúlkuna fyrir tilviljun

Mikil leit var gerð að sænsku stúlkunni, sem nú hefur …
Mikil leit var gerð að sænsku stúlkunni, sem nú hefur fundist myrt. AP

Anders Eklund, sem hefur játað morð á 10 ára sænskri stúlku, sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu í morgun að það hefði verið tilviljun að hann rændi litlu stúlkunni og myrti hana síðan. Ekki hafi verið um að ræða kynferðisbrot. Þetta hefur sænska Aftonbladet eftir lögmanni Eklunds.

Þá segir norska blaðið Aftenposten, að verið sé að rannsaka hvort Eklund kunni að hafa myrt tvær ungar stúlkur í Noregi. Er verið að bera DNA-gögn saman við lífsýni ur Eklund.

Eklund  játaði í gær að hafa myrt Engla Juncosa-Höglund, 10 ára stúlku sem hvarf í Stjärnsund í sænsku Dölunum fyrir rúmri viku, og vísaði lögreglu á staðinn þar sem hún var grafin. Eklund, sem er 42 ára gamall flutningabílstjóri, var handtekinn vegna þess að bíll hans sást á myndum, sem teknar voru af litlu stúlkunni skömmu áður en hún hvarf á laugardag fyrir viku. 

Eklund viðurkenndi einnig í gær að hafa myrt PernilluHellgren, 31 árs gamla konu árið 2000.

Eklund hefur hlotið dóma fyrir kynferðisbrot af ýmsu tagi, alltaf gegn ungum konum. 

Engla Juncosa-Höglund.
Engla Juncosa-Höglund. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert