65 ár frá uppreisn gyðinga

Pólverjar og Ísraelar minntust þess í dag að 65 ár eru liðin frá uppreisn í gyðingahverfi í Varsjá í Póllandi.  Shimon Peres, forseti Ísraels og Lech Kaczynski, forseti Póllands, tóku þátt í minningarathöfn um fórnarlömb helfararinnar, og minntust mánaðarlangrar uppreisn gyðinga gegn nasistum sem hertóku gyðingahverfið í borginni. 

Um 6000 gyðingar létu lífið í átökum, og 50.000 voru drepnir eftir að þeim lauk, en hverfið var eftir það brennt niður.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert