Bandaríkjamenn ræða hertari byssulöggjöf

Fylgjendur hertari löggjafar segjast aldrei haft fleiri breytingatillögur í pípunum …
Fylgjendur hertari löggjafar segjast aldrei haft fleiri breytingatillögur í pípunum í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Reuters

Í fyrsta sinn í tíu ár segjast fylgjendur strangari byssulöggjafar í Bandaríkjunum vera komnir fram úr National Rifle Association. Samkvæmt mælingu The Brady Centre to Prevent Gun Violence eru 52 tillögur um hertari byssulöggjöf væntanlegar til umfjöllunar í 22 ríkjum Bandaríkjanna.

Á fréttavef Reuters kemur fram að í flestum tilvikum er verið að koma í veg fyrir að geðfatlaðir og dæmdir glæpamenn geti verslað sér skotvopn. Sem og að bæta þær aðferðir sem notaðar eru til að rekja byssur sem notaðar hafa verið til að fremja glæpi.

Samkvæmt Reuters er verið að færa umræðuna yfir á það stig að byssuvandinn snúist um framkvæmdavald lögreglunnar til að skrá og rekja vopn sem hafa verið notuð í glæpum fremur en hinn breiða grundvöll þar sem deilt hefur verið um rétt almennings til byssueignar og komast þannig hjá deilunni um annað breytingarákvæði stjórnarskrárinnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert