Meira en 70 manns létu lífið í dag í sprengjuárásum sem gerðar voru í þrem borgum í Írak. Er þetta einn af blóðugustu dögum í landinu í margar vikur. Að minnsta kosti 53 létu lífið og 90 særðust þegar sprenging varð í rútu fyrir utan veitingastað í Baquba, norður af Bagdad.
Þá létu þrettán lífið í sjálfsvígsárás sem gerð var á kebab veitingastað í Ramadi, og þrír létu lífið sprengjuárásum í Mosul í norður Írak. Talið er að herskáir uppreisnarmenn á vegum Al-Qaeda séu ábyrgir fyrir árásunum.