Silvio Berlusconi, verðandi forsætisráðherra Ítalíu, segir að hreinsun Napólí, og björgun Alitalia flugfélagsins, verði forgangsmál hjá honum.
Berlusconi sagðist ætla að dvelja í Napólí þrjá daga vikunnar þar til búið verði að leysa ruslvandann í borginni.
Fram kemur á fréttavef BBC að rusl hefur hlaðist upp í borginni undanfarna mánuði, en borgaryfirvöld hættu að sækja rusl í desember, og illa hefur gengið að starfrækja ruslþjónustu. Berlusconi hét því einnig að bjarga Alitalia sem hefur átt við fjárhagsvanda að stríða.