Ísrael: Sýrlendingar brotlegir

Ehud Barak skoðar flugskeytaleifar.
Ehud Barak skoðar flugskeytaleifar. Reuters

Sýrland sér Hezbollah-hreyfingunni fyrir flugskeytum og brýtur þannig í bága við ályktun öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna númer 1701 sagði varnarmálaráðherra Ísraels, Ehud Barak í morgun.

„Ég tel að öryggisráðið þurfi að grípa til ráðstafana til að fylgja ályktuninni eftir," sagði Barak við blaðamenn.

Ályktun öryggisráðsins batt enda á 34 daga stríð Ísraels og Hezbollah í ágúst 2006 og þar var farið farið fram á að Ísraelsher drægi hersveitri sínar út úr Suður-Líbanon og að eftirlitssveitir SÞ og líbanski herinn sæju um friðargæslu þar.

Jafnframt því kvað ályktunin á um afvopnun allra herskárra hópa og var þar átt við Hezbollah sem og palestínskra vígahópa og einnig voru ólöglegar vopnasölur og vopnasmygl í Líbanon sérlega teknar fyrir.

Barak sagði að Ísraelsher væri í uppbyggingu í kjölfar stríðsins í Líbanon þar sem í ljós komu veikleikar í viðbragði og bardagatækni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert