Yfirvöld í Kólumbíu hafa lýst yfir hættuástandi eftir að eldfjall hóf að gjósa um 240 kílómetra suðvestur af Bogotá, höfuðborg Kólumbíu. Fram kemur á fréttavef BBCað, Nevado de Huila, þriðji hæsti tindur landsins, hóf að gjósa mikilli ösku og gasi í gærkvöldi, og þúsundir íbúa sem búa nálægt fjallinu hafa því þurft að flýja heimili sín.