Dauðarefsing fyrir að nauðga barni

Hæstiréttur Bandaríkjanna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna. Reuters

Hæstiréttur í Bandaríkjunum hefur nú til athugunar hvort kveða megi upp dauðadóm yfir þeim sem fundnir eru sekir um að nauðga barni. Tveir menn sitja nú á dauðadeild í Louisiana fyrir slíkan glæp. Í hvorugu tilvikinu var barnið myrt.

Málflutningur fer fram fyrir réttinum í dag um það hvort stjórnarskráin heimili dauðarefsingu fyrir nauðganir í tilvikum þar sem ekki er einnig um morð að ræða.

Verjendur annars dauðamannsins, Patricks Kennedys, segja að dauðarefsing fyrir að nauðga barni brjóti gegn áttunda viðauka  stjórnarskrárinnar, sem bannar óvenjulegar og grimmilegar refsingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert