Hæstiréttur í Bandaríkjunum hefur hafnað því að banna notkun eitursprautna við dauðarefsingar. Notkun eitursprautna var tímabundið hætt á meðan beðið var eftir úrskurði hæstaréttar en sjö af níu dómurum greiddu atkvæði með því að leyfa notkun eitursins.
Tveir fangar á dauðadeild í Kentucky höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2004, og sögðu að hefðbundinn blanda þriggja kemískra efna sem settar eru í sprautuna, brjóti gegn banni í bandarísku stjórnarskránni gegn óvenjulegum og miskunnarlausum refsingum.
Andstæðingar dauðarefsingar segja að þeir sem fái sprautuna geti liðið miklar þjáningar áður en þeir deyja og stundum taki dauðastríðið allt að 30 mínútur. Notkun eitursprautna hófst árið 1978 í Bandaríkjunum.