Þrír grímuklæddir menn rændu fimm ára dreng í Virum á Norður-Sjálandi seinni part dags. Vitni segja frá því í dönskum fjölmiðlum að mennirnir hafi rifið drenginn út úr bíl móðurinnar á bílastæðinu fyrir utan leikskóla drengsins og rekið olnboga í andlit hennar svo úr blæddi.
„Móðirin brotnaði saman og mun ekki hafa borið kennsl á mennina," er haft eftir blaðamanni Berlingske Tidende.
Drengnum sem heitir Oliver var rænt klukkan 16.30 að staðartíma fyrir utan Skovbakkens Børnehave á Geels Plads í Virum.
Lögreglan segist ekki vita hvers vegna Oliver var rænt en að vitni hafi náð niður hluta af skráningarnúmer flóttabílsins sem er svartur skutbíll sem nú er ákaft leitað.
Foreldrarnir hafa hlotið áfallahjálp á staðnum og slökkviliðið hefur sett upp stórt tjald til að vernda hugsanleg spor eftir ræningjana þar sem farið er að rigna í Virum.