Geir hittir forsætisráðherra Kanada

Stephen Harper.
Stephen Harper. Reuters

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun eiga fund með Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, á morgun í Ottawa  í boði þess síðarnefnda. Þar ræða þeir tvíhliða samskipti ríkjanna og þátttöku þeirra í svæðisbundnu og alþjóðlegu samstarfi.

Geir mun, samkvæmt upplýsingum forsætisráðuneytisins, nota tækifærið til að funda með þingmönnum og Íslendingum búsettum í Ottawa auk þess að ræða við fjölmiðla.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert