„Hryðjuverk komu sér vel fyrir Ísraela"

Greint er frá því í ísraelska dagblaðinu Ma'ariv í dag að Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins og fyrrum forsætisráðherra landsins, hefði lýst því yfir í ræðu sem hann hélt í Bar Ilan háskólanum að hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum árið 2001 hafi komið sér vel fyrir Ísraela. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.


„Það er eitt sem hefur komið sér vel fyrir okkur og það eru árásirnar á Tvíburaturnana og bandaríska varnarmálaráðuneytið  og barátta Bandaríkjanna í Írak,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert