Pólska glæpaaldan er goðsögn

Hlutföll glæpamanna og löghlýðinna hafa ekki raskast í Bretlandi.
Hlutföll glæpamanna og löghlýðinna hafa ekki raskast í Bretlandi. Reuters

Víðtæk könnun lögreglunnar í Bretlandi hefur leitt í ljós að mikil fjölgun innflytjenda frá Austur Evrópu á Bretlandseyjum undanfarin ár hefur ekki leitt til aukningar á glæpum og glæpastarfsemi.

Niðurstaða könnunarinnar veriður kynnt á morgun á fundi innanríkisráðherra Bretlands, Jacqui Smith og yfirlögregluþjóna.

Samkvæmt Lundúnablaðinu The Guardian höfðu margir yfirlögregluþjónar farið fram á aukna fjárveitingu til að geta tekist á við þann vanda sem fylgir fjölgun innflytjenda í umdæmum þeirra.

Því hefur verið haldið fram að um ein milljón innflytjenda sem sest hafa að á Bretlandseyjum undanfarin ár hafi komið af stað glæpaöldu. En könnunin sem gerð var fyrir Samtök Yfirlögregluþjóna gengur þvert á þá staðhæfingu.

Skýrslan hefur leitt í ljós að þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumfjöllun sem tengir hina nýju innflytjendur frá Póllandi, Rúmeníu og Búlgaríu við glæpaöldu þar í landi þá sé glæpatíðnin sú sama og áður og hlutföll löghlýðinna borgara og glæpamanna hafi ekki raskast í bresku samfélagi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert