Sex sjóræningjar yfirheyrðir í París

Franskir sérsveitarmenn handtaka sjóræningjana í Sómalíu á föstudaginn.
Franskir sérsveitarmenn handtaka sjóræningjana í Sómalíu á föstudaginn. Reuters

Sex meintir sómalskir sjóræningjar voru fluttir til Parísar í dag til yfirheyrslu og væntanlega réttarhalda. Þeir tóku á sitt vald franska snekkju með 30 manna áhöfn úti fyrir Sómalíu, en franskir sérsveitarmenn höfðu hendur í hári þeirra eftir að samið var um lausn gíslanna.

Yfirvöld í Frakklandi segja að mennirnir sex verði leiddir fyrir rétt og ákærðir fyrir að ræna snekkjunni, hneppa áhöfnina í gíslingu og krefjast lausnargjalds.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert