Um 100.000 starfsmenn í hjúkrunar og umönnunarstörfum í Danmörku ófu verkfall í morgun en stéttarfélög hjúkrunarstarfsmanna boðuðu verkfall eftir að kjaraviðræður runnu út í sandinn. M.a. er um að ræða hjúkrunarfólk, félagsfræðinga og leikskólakennara sem starfa hjá hinu opinbera en verkfallið nær þó ekki til starfsmanna á neyðarmóttökum.
Stéttarfélögin hafa krafist 15% launahækkana á næstu þremur árum en sveitarfélögin hafa boðið þeim 12,8% hækkun. Önnur stéttarfélög, sem semja við sveitarfélög í Danmörku, hafa þegar gengið frá samningum þar sem fallist er á 12,8% hækkun. Hafa talsmenn hjúkrunar og umönnunarfólks lýst vonbrigðum með það að aðrar stéttir skuli hafi ekki sýnt hjúkrunar og umönnunarfólki samstöðu og boðað samúðarverkfall.