„Afi, löggan gaf mér kók"

Oliver Chaanhing.
Oliver Chaanhing.

For­eldr­ar Oli­vers Chaan­hing, fimm ára gam­als drengs sem rænt var í Dan­mörku í gær, hittu son sinn aft­ur í kvöld en lög­regla frelsaði dreng­inn síðdeg­is úr hönd­um mann­ræn­ingj­anna. Dreng­ur­inn er sagður við góða heilsu en hann var flutt­ur á Rigs­hospitalet í Kaup­mann­höfn í kvöld. Þar munu lækn­ar og sál­fræðing­ar rann­saka hann.

Mark Chaan­hing, afi drengs­ins, sagði í viðtali við TV2 í Dan­mörku í kvöld, að mik­il gleði ríkti í fjöl­skyld­unni vegna lykta máls­ins. „Við stukk­um upp úr stól­un­um og tengda­dótt­ir mín grét af gleði," sagði hann og bætti við að fjöl­skyld­an væri afar þakk­lát lög­regl­unni og einnig dönsk­um al­menn­ingi fyr­ir þann stuðning sem hann hefði sýnt. 

Chaan­hing talaði við Oli­ver í síma skömmu eft­ir að dreng­ur­inn var frelsaður. „Hann hringdi frá lög­reglu­stöðinni á Hels­ingja­eyri og hrópaði glaður: Afi, afi, lögg­an gaf mér kók." 

Lög­regl­an réðist til inn­göngu í hús í Hvidovre á Sjálandi þar sem talið er að dreng­ur­inn hafi verið í haldi frá því hon­um var rænt rúm­um sól­ar­hring áður. Lög­regla mun hafa fengið ábend­ingu um hvar dreng­ur­inn var en vill lítið ræða um málið að svo stöddu. Tveir Kín­verj­ar voru hand­tekn­ir í hús­inu og þeir veittu ekki mót­spyrnu.

Vanga­velt­ur hafa verið um það í Dan­mörku að svo­nefnd tria­de-glæpa­sam­tök hafi staðið á bak við ránið og kröfu um lausn­ar­gjald sem fylgdi í kjöl­farið. Glæpa­sam­tök­in, sem eru kín­versk að upp­runa, hafa starfað í Dan­mörku lengi og hafa einnig skotið rót­um í Svíþjóð. 

Sam­tök­in standa m.a. fyr­ir ólög­leg­um fjár­hættu­spil­um, smygli á ólög­leg­um inn­flytj­end­um og föls­um greiðslu­korta, frí­merkja og aðgöngumiða. 

Chaan­hing­fjöl­skyld­an á nokk­ur veit­inga­hús í Kaup­manna­höfn og ná­grenni, og á m.a. hlut í Det Kinesiske Tårn í Tív­olí. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert