Hundruð handtekin á Indlandi vegna kyndilhlaups

Hundruð mótmælenda voru handtekin á Indlandi og í Nepal í dag þegar hlaupið var með ólympíukyndilinn um miðborg Nýju-Delhi, höfuðborg Indlands. Þúsundir lögreglumanna og hermanna gættu hlauparanna og kyndilsins.

Hlaupið tók aðeins um 30 mínútur og engin truflaði kyndilberana á meðan. Kínverskir öryggisverðir stýrðu boðhlaupinu og hlaupararnir fengu að hlaupa nokkra metra hver.

Talið er að 16 þúsund lögreglumenn, hermenn og sérsveitarmenn umkringdu miðborgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert