Hundruð mótmælenda voru handtekin á Indlandi og í Nepal í dag þegar hlaupið var með ólympíukyndilinn um miðborg Nýju-Delhi, höfuðborg Indlands. Þúsundir lögreglumanna og hermanna gættu hlauparanna og kyndilsins.
Hlaupið tók aðeins um 30 mínútur og engin truflaði kyndilberana á meðan. Kínverskir öryggisverðir stýrðu boðhlaupinu og hlaupararnir fengu að hlaupa nokkra metra hver.
Talið er að 16 þúsund lögreglumenn, hermenn og sérsveitarmenn umkringdu miðborgina.