Eldri konur myrtu útigangsmenn

Helen Golay fyrir rétti.
Helen Golay fyrir rétti. AP

Tvær eldri konur í Los Angeles voru í gær fundnar sekar um morð á tveim útigangsmönnum í því skyni að fá greiddar líftryggingar mannanna, sem þær höfðu sjálfar tryggt nokkrum mánuðum áður. Konurnar eru á áttræðisaldri.

Alls ætluðu þær að fá greitt sem svarar rúmum 200 milljónum króna frá tryggingafélaginu.

Konurnar tvær, Helen Golay, 77 ára, og Olga Rutterschmidt, 75 ára, vinguðust við mennina, létu þá hafa íbúð og líftryggðu þá. Nokkru síðar gáfu þær þeim lyf og myrtu þá með því að aka á þá og láta líta út fyrir að um slys væri að ræða.

Annan manninn myrtu þær 1999 og hinn 2005. Konurnar voru handteknar í maí 2006. Þær hafa verið vinkonur í 20 ár.

Kviðdómur úrskurðaði að báðar væru konurnar sekar um morð að yfirlögðu ráði. Þær eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert