Fleiri veðja nú á Obama

Reuters

Fleiri kjósendur Demókrataflokksin í Bandaríkjunum telja nú, að Barack Obama eigi betri möguleika en Hillary Clinton á að sigra John McCain, frambjóðanda Repúblíkanaflokksins, í forsetakosningunum í nóvember.

Þetta kemur fram í nýrri könnun AP og Yahoo News.

Í janúar taldi aftur á móti meirihluti kjósenda Demókrataflokksins, eða 56%, að Clinton ætti meiri möguleika en Obama.

Núna segjast aftur á móti 56% telja Obama eiga meiri möguleika, en 43% veðja á Clinton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert