Hataðasti maður í Svíþjóð

Anders Eklund.
Anders Eklund. AP

And­ers Ek­lund, sem hef­ur viður­kennt morð á 10 ára stúlku og 31 árs gam­alli konu, var í dag úr­sk­urðaður í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald vegna máls­ins. Verj­andi Ek­lunds seg­ir, að skjól­stæðing­ur sinn sé einn hataðasti maður í Svíþjóð um þess­ar mund­ir en mál Ek­lunds hef­ur vakið mik­inn óhug í land­inu.

Ek­lund, sem er 42 ára gam­all at­vinnu­bíl­stjóri, játaði að hafa myrt 10 ára gamla stúlku fyr­ir hálf­um mánuði og vísaði á staðinn þar sem lík henn­ar var grafið. Hann játaði einnig að hafa myrt konu árið 2000. Verið að rann­saka hvort hann kunni að hafa framið fleiri morð í Svíþjóð og Nor­egi. 

Leif Sil­ber­sky, verj­andi Ek­lunds, sagði í dag að gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður­inn yrði ekki kærður. Hann vildi ekki tjá sig um hvort Ek­lund væri grunaður um fleiri morð og sagði mik­il­vægt að lög­regl­an fengi frið til að rann­saka málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka