Kaup á kynlífsþjónustu gerð refsiverð í Noregi

Stórþingið í Ósló.
Stórþingið í Ósló. norden.org/Mikael Risedal

Norsk stjórn­völd hafa ákveðið að kaup á kyn­lífsþjón­ustu verði refsi­verð, bæði inn­an­lands og utan. Eiga kaup­end­ur yfir höfði sér sekt­ir og allt að hálfs árs fang­elsi. Mark­miðið er að sporna við man­sali. Sams­kon­ar lög voru samþykkt í Svíþjóð 1999.

Knut Stor­ber­get, dóms­málaráðherra Nor­egs, seg­ir að laga­frum­varpið, sem vænt­an­lega verður samþykkt á norska þing­inu þar sem rík­is­stjórn­in hef­ur meiri­hluta, bein­ist fyrst og fremst gegn þeim sem kaupa kyn­lífsþjón­ustu, frem­ur en þeim er selji hana.

Bann við slík­um kaup­um muni gera auðveld­ara um vik að vernda fórn­ar­lömb skipu­lagðra glæpa­sam­taka, er neyði er­lend­ar kon­ur til vænd­is, með því að gera Nor­eg síður aðlaðandi fyr­ir slík sam­tök.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert