Kaup á kynlífsþjónustu gerð refsiverð í Noregi

Stórþingið í Ósló.
Stórþingið í Ósló. norden.org/Mikael Risedal

Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að kaup á kynlífsþjónustu verði refsiverð, bæði innanlands og utan. Eiga kaupendur yfir höfði sér sektir og allt að hálfs árs fangelsi. Markmiðið er að sporna við mansali. Samskonar lög voru samþykkt í Svíþjóð 1999.

Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, segir að lagafrumvarpið, sem væntanlega verður samþykkt á norska þinginu þar sem ríkisstjórnin hefur meirihluta, beinist fyrst og fremst gegn þeim sem kaupa kynlífsþjónustu, fremur en þeim er selji hana.

Bann við slíkum kaupum muni gera auðveldara um vik að vernda fórnarlömb skipulagðra glæpasamtaka, er neyði erlendar konur til vændis, með því að gera Noreg síður aðlaðandi fyrir slík samtök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka