Benedikt páfi XVI ávarpaði Sameinuðu Þjóðirnar í dag og hvatti við það tækifæri þjóðir heims til að standa vörð um mannréttindi, umhverfið og berjast gegn fátækt.
Einnig hvatti hann þjóðir til að beita friðsamlegum aðferðum til að leysa alþjóðlega ágreininga. Það hefur hins vegar vakið athygli að páfi hefur ekki minnst á Írak sérstaklega í heimsókn sinni til Bandaríkjanna.