Tvö handtekin vegna mannráns í Danmörku

Oliver litli, sem rænt var í Virum í Danmörku á …
Oliver litli, sem rænt var í Virum í Danmörku á miðvikudag.

Lögregla í Danmörku handtók í nótt karl og konu í tengslum við rán á 5 ára gömlum dreng, Oliver Chaanhing, á miðvikudag.  Að sögn danskra fjölmiðla er fólkið á þrítugsaldri. Var karlmaðurinn handtekinn í Kaupmannahöfn og konan í Hvidovre á Sjálandi. Tveir karlmenn voru handteknir í gær þegar lögregla frelsaði drenginn en honum hafði verið haldið í herbergi í stúdentagarði í Hvidovre.

Verið er að yfirheyra fólkið. Lögregla vill litlar upplýsingar gefa en segir líklegt að fleiri verði handteknir. Farið verður fram á gæsluvarðhald í dag yfir mönnunum, sem handteknir voru í gær. Öll þau, sem hafa verið handtekin, eru af kínverskum uppruna líkt og drengurinn og fjölskylda hans.

Mark Chaanhing, afi drengsins, segir að Oliver hafi legið einn í herbergi á stúdentagarðinum í Hvidovre aðfaranótt fimmtudags með hendur bundar fyrir aftan bak. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert