Átök á landamærum Ísraels og Gasa

Bókstafstrúargyðingar undirbúa páskahátíð gyðinga í Jerúsalem með því að brenna …
Bókstafstrúargyðingar undirbúa páskahátíð gyðinga í Jerúsalem með því að brenna allar leifar af brauði. AP

Þrettán ísraelskir hermenn slösuðust í árás herskárra Palestínumenna á  landamæri Ísraels og Gasasvæðisins í morgun en öll landamærin Ísraels og palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna eru nú lokuð vegna páskahátíðar gyðinga sem hefst í kvöld. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Árásin var gerð með þeim hætti að þremur bílum var ekið að Kerem Shalom landamærastöðinni um klukkan sjö í morgun. Einn bílanna sprakk við varðgirðingu sem þar er en við það opnaðist gat á girðingunni sem hinir bílarnir gátu ekið í gegn um.  Annar bíll sprakk við nokkra hermannajeppa sem stóðu inni á varðsvæðinu.  Þrír menn voru í þriðja bílnum og féllu þeir eftir skotbardaga við hermenn á svæðinu.

Hamas-samtökin, sem ráða Gasasvæðinu, hafa lýst ábyrgð á árásinni í morgun á hendur sér en talið er að árásin hafi verið gerð með það að markmiði að ræna ísraelskum hermanni.

Þá telja ísraelsk öryggisyfirvöld að árás sem gerð var á varðstöðina í Kerem Shalom á fimmtudag hafi verið gerð með það að markmiði að safna upplýsingum fyrir árásina í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka