Mæður og börn aðskilin

Fjölmiðlar hafa setið um safnaðarmeðlimi við Tom Green dómshúsið í …
Fjölmiðlar hafa setið um safnaðarmeðlimi við Tom Green dómshúsið í San Angelo í Texas. AP

Til stend­ur að aðskilja mæður og börn sér­trú­arsafnaðar­ins Funda­mental­ist Church of Jes­us Christ of Latter Day Saints (FLDS) í  Texas í Banda­ríkj­un­um en dóm­ari úr­sk­urðaði í gær að 416 börn sem til­heyra söfnuðinum skuli vera áfram í um­sjá rík­is­ins. Til stend­ur að gera erfðaefs­ins­próf á öll­um börn­un­um þar sem safnaðarmeðlim­ir hafa ekki viljað veita upp­lýs­ing­ar um það hverj­ir séu for­eldr­ar þeirra. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

Mæður barna inn­an fjög­urra ára ald­urs hafa fram til þessa fengið að vera með börn­um sín­um en eft­ir helg­ina munu ein­ung­is mæður sem eru inn­an átján ára ald­urs fá að vera með börn­um sín­um. Barna­vernd­ar­yf­ir­völd segja að þó verði reynt að halda systkin­um sam­an.

Lög­regla réðst inn á búg­arð sam­tak­anna Ye­arn­ing For Zion þann 3. apríl eft­ir að stúlka hringdi þaðan í kvenna­at­hvarf og sagði fimm­tug­an eig­in­mann sinn beita sig of­beldi. Talið er að stúlk­ur allt niður í þrett­án ára gaml­ar hafi verið neydd­ar í hjóna­bönd og beitt­ar kyn­ferðis­legu of­beldi inn­an safnaðar­ins.   

Carolyn Jessop, sem skrifað hef­ur bók um líf sitt inn­an safnaðar­ins og flótta sinn þaðan, seg­ir í grein sem birt er á frétta­vef CNN að aðgerðir yf­ir­valda gegn söfnuðinum í Short Creek í Arizona árið 1953 hafi ein­ung­is styrkt hann. Þetta hafi ekki síst mátt rekja til þeirra hörðu viðbragða sem það vakti er mynd­ir sem sýndu er börn voru aðskil­in frá mæðrum sín­um voru birt­ar í fjöl­miðlum.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert