Mótmæli gegn Frökkum í Kína

Kínversk ungmenni mótmæla utan við stórmarkað Carrefour í borginni Qingdao.
Kínversk ungmenni mótmæla utan við stórmarkað Carrefour í borginni Qingdao. AP

Þúsundir Kínverja tóku þátt í mótmælum gegn Frökkum í nokkrum stórborgum í Kína í dag. Mótmælin fóru einkum fram við verslanir frönsku verslunarkeðjunnar Carrefour. Eru Kínverjar reiðir Frökkum eftir mótmælaaðgerðir í París þegar hlaupið var með ólympíukyndilinn um frönsku höfuðborgina.

Lögrega í Wuhan segir, að allt að 10 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælum við verslun Carrefour í borginni í dag. Fólk hrópaði: „Sniðgangið Carrefour" og „Gegn sjálfstæði Tíbets," að sögn ríkisfréttastofunnar Xinhua.

Þá voru einnig mótmæli í borgunum Peking,  Hefei, Qingdao og Kunming.

Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem skipulögð mótmæli eru gegn Frökkum í Kína frá því löndin tóku upp stjórnmálasamband 1964. Andúð á Frökkum hefur vaxið hratt í Kína eftir kyndilhlaupið í París þar sem mótmælendur reyndu m.a. að ná ólympíukyndlinum af Jin Jing, ungri kínverskri íþróttakonu, sem er bundin við hjólastól.

Ekki hefur dregið úr andúðinni, að Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur sagt að hann muni ekki sækja opnunarhátíð ólympíuleikanna í Peking í ágúst nema ástand mannréttindamála í Tíbet breytist til batnaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert