Vopnasendingu snúið frá S-Afríku

Kínversku vopnaflutningaskipi hefur verið snúið frá Suður-Afríku til Angóla eftir að hæstiréttur Suður-Afríku úrskurðaði að ekki væri heimilt að flytja varning þess þaðan til Zimbabve. Skipið mun nú vera á leið til Angóla en um borð í því er vopnasending á leið til Zimbabve. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.  

Í úrskurði dómarans er veitt heimild fyrir því að vopnasendingunni sé landað í Suður-Afríku. Þar er hins vegar lagt bann við því að hún verði flutt þaðan landleiðina til Zimbabve.   

Endurtalning atkvæða í forsetakosningunum í Zimbabve hófst í dag og hefur Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varað við því að ástandið í Zimbabve sé mjög eldfimt og að mikil hætta sé á að komi til átaka þar muni þau breiðast út til nágrannaríkja landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert