Níu finnskir ferðamenn létu lífið í slysi

00:00
00:00

Níu finnsk­ir ferðamenn, þar á meðal sjö ára göm­ul stúlka, létu lífið í rútu­slysi á hraðbraut ná­lægt bæn­um Benalmá­dena á suðuströnd Spán­ar í kvöld. Þá slösuðust 36 manns, sum­ir lífs­hættu­lega, en rút­an lenti í árekstri við ann­an bíl og valt. Flest­ir í rút­unni voru finnsk­ir ferðamenn á leið heim úr fríi og var ferðinni heitið á flug­völl­inn í Malaga.

Slysið varð með þeim hætti, að stór­um jeppa var ekið inn á braut­ina og inn í hlið rút­unn­ar sem valt. Ökumaður jepp­ans var tek­inn í áfeng­is­mæl­ingu og hand­tek­inn í kjöl­farið. Að sögn fjöl­miðla mæld­ist áfeng­is­magn í blóði bíl­stjór­ans um 0,5 pró­mill.

Rign­ing og rok voru á svæðinu og því voru akst­urs­skil­yrði slæm. Lög­regl­an hef­ur þó ekki upp­lýst hvort það sé talið vera or­sakaþátt­ur í slys­inu.

Bíl­belti eru tal­in hafa bjargað mörg­um í rút­unni en sjón­ar­vott­ar segja að fólk, sem ekki var með beltið spennt hafi kast­ast út um glugga þegar rút­an valt.

Finnsk kona, sem ók fram­hjá slysstaðnum, seg­ir við blaðið  Ilta-Sanom­at, að al­ger ringul­reið hafi verið þar og margra kíló­metra lang­ar bíl­araðir í báðar átt­ir.  

Frá slysstaðnum í kvöld.
Frá slysstaðnum í kvöld. Reu­ters
Rútan sem Finnarnir voru í.
Rút­an sem Finn­arn­ir voru í. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert