Páfi heimsækir Ground Zero

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. Reuters

Benedikt páfi XVI heimsækir svæðið þar sem Tvíburarturnarnir stóðu, Ground Zero,  í New York undir lok sex daga ferðlags sins um Bandaríkin. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Þar mun hann heilsa þeim sem lifðu ófarirnar af. Einnig mun hann heilsa björgunarstarfsmönnum og skyldfólki sumra er létu lífið. 2,749 manns fórust þegar hryðjuverkaárásin var framkvæmd 11. september 2001.   

Hann mun biðja fyrir fórnarlömbunum og „fyrir þeim sem drifnir eru áfram af hatri“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert