Til slagsmála kom í Grafarkirkjunni í Jerúsalem í dag og þurftu forsvarsmenn kirkjunnar að kalla til ísraelska lögreglu til að skakka leikinn. Rétttrúnaðarkirkjan heldur pálmasunnudag hátíðlegan í dag og börðu nokkrir viðstaddir lögreglu með pálmagreinum.
Átökin í dag brutust út armenskur prestur rak grískan prest með valdi út af litlu svæði sem sagt er vera grafhvelfing Krists. Mun honum hafa þótt armenski presturinn hafa dvalið þar of lengi en margir biðu eftir að komast inn á svæðið. Nokkuð algengt er að til átaka komi í kirkjunni en sex kirkjudeildir starfa í kirkjunni, sem sögð er byggð yfir Golgatahæðina, þar sem Jesús var krossfestur og grafinn.