Titanic-farmiði seldist fyrir metfé

Titanic sökk í jómfrúarferð sinni árið 1912.
Titanic sökk í jómfrúarferð sinni árið 1912.

Farmiði, sem Lillian Asplund keypti áður en hún sigldi með farþegaskipinu Titanic árið 1912, seldist á uppboði á vegum Henry Aldridge & Son í Lundúnum í gær fyrir jafnvirði 5 milljóna króna. Það var bandarískur safnari, sem keypti miðann.

Lillien Asplund fæddist árið 1906 í Massachusetts, dóttir sænskra innflytjenda: Árið 1907 fór fjölskylda hennar aftur til Smálanda í Svíþjóð vegna deilna um eignir en vorið 1912 ætlaði hún að halda aftur til Bandaríkjanna. Hún keypti því farmiða með nýja ósökkvandi skipinu sem hélt í jómfrúrferð sína í apríl 1912 frá Englandi til Bandaríkjanna.

15. apríl rakst skipið á ísjaka og sökk. Meðal þerira sem fórustu voru faðir og þrjú systkini Lillian en sjálfri var henni bjargað. Hún lést árið 2006, 99 ára gömul. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert