Abu Dujana dæmdur í 15 ára fangelsi

Abu Dujana var handtekinn í júní í fyrra.
Abu Dujana var handtekinn í júní í fyrra. Reuters

Indónesískur réttur hefur dæmt Abu Dujana, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Jemaah Islamiah, í fimmtán ára fangelsi.  Dujana var handtekinn í júní í fyrra fyrir ólöglegt eignarhald á sprengiefnum og vopnum og var dæmdur sekur fyrir brot á lögum gegn hryðjuverkum.

Jemaah Islamaiyah samtökin, sem eru talin tengjast Al-Qaeda, eru sögð ábyrg fyrir röð sprengjuárása sem hafa verið gerðar í Suðaustur-Asíu, þar á meðal sprengjuárásin á Balí árið 2002.  Meira en 240 manns hafa látið lífið í árásunum, þar af margir erlendir ferðamenn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert