Árás á myndatökumann rannsökuð

Palestínumaður heldur á lofti merktum jakka myndatökumannsins Fadal Shana við …
Palestínumaður heldur á lofti merktum jakka myndatökumannsins Fadal Shana við útför hans á fimmtudag. AP

 Ísraelsher hefur ákveðið að láta fara fram rannsókn á því hvers vegna skotið var úr skriðdreka hersins á merktan bíl myndatökumanns Reuters fréttastofunnar síðastliðinn miðvikudag en myndatökumaðurinn og fimm aðrir óbreyttir borgarar létu lífið í árásinni.  Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Myndir af árásinni virðast sýna að engin viðvörun hafi verið gefin áður en skriðdrekanum var snúið og skotið frá honum á fólkið..

Nítján Palestínumenn létu lífið í aðgerðum Ísraelshers á hertekni svæðunum á miðvikudag, þar af 13 sem skilgreindir eru sem almennir borgarar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert