Biskup kjörinn forseti Paragvæ

Fernando Lugo.
Fernando Lugo. AP

Fernando Lugo, fyrrum kaþólskur biskup og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sigraði í forsetakosningum í Paragvæ í gær.  Með sigri Lugo lýkur nær 60 ára stjórnartíð Colorado flokksins. 

Á fréttavef BBC kemur fram að Lugo fékk 42% atkvæða, megin keppinautur hans, Blanca Ovelar, úr Colorado flokknum fékk 31% og fyrrum hershöfðingi Lino Oviedo fékk 22% atkvæða.

Lugo, sem leiðir bandalag vinstri sinnaðra, innfæddra og fátækra bænda, hefur oft verið nefndur „biskup hinna fátæku" og er þekktur fyrir baráttu sína fyrir uppskiptingu landeigna.   Að sögn fréttaritara BBC óskuðu margir íbúar Paragvæ eftir breytingum í stjórnskipulagi landsins en atvinnuleysi og fátækt eru algeng í Paragvæ.
 
Ovelar er fyrsta konan sem hefur boðið sig fram til forseta í Paraguay en Colorado flokkurinn hefur verið við völd frá því 1947. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert