Það er mikið í húfi fyrir frambjóðenda bandaríska Demókrataflokksins í forkosningum í Pennsylvaníu á morgun og síðustu daga hefur óvenjumikil harka hlaupið í kosningabaráttuna. Bæði Hillary Clinton og Barack Obama hafa m.a. birt sjónvarpsauglýsingar þar sem mótframbjóðandinn er borinn sökum.
Clinton hefur haft forustu meðal kjósenda demókrata í ríkinu en Obama hefur hins vegar saxað mjög á forskotið undanfarnar vikur.