Bertrand Delanoe, borgarstjóri Parísar tilkynnti í morgun að borgarstjórn Parísar hefði ákveðið að gera Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbetbúa, að heiðursborgara. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Sagði hann að með því vilji borgin heiðra óþreytandi baráttumann fyrir friði og viðræðum. Yfirvöld í Kína saka Dalai Lama um aðhafa skipulagt mótmælaaðgerðir í Tíbet í mars með það fyrir augum að gera Ólympíuleikana að vopni í baráttu sjálfstæðissinna í Tíbet.