David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í dag að enginn treysti endurtalningu, sem nú stendur yfir í á þriðja tug kjördæma í Simbabve. Yfirkjörstjórn landsins ákvað að telja á ný í kjördæmunum en um er að ræða kjördæmi þar sem stjórnarandstæðingar fengu fleiri atkvæði en stjórnarflokkurinn í þing- og forsetakosningum 29. mars.