Fundu 160 óþekkt þorp í frumskógum Kongó

Komið hafa í ljós 160 óþekkt þorp á afskekktu regnfrumskógasvæði sem nú er verið að kortleggja í Lýðveldinu Kongó, áður Zaire. Bresk hjálparsamtök annast verkið með aðstoð fólks á svæðinu. Markmiðið er að afla upplýsinga vegna þess að til stendur að úthluta vinnsluleyfum handa stórfyrirtækjum sem ætla að nýta viðinn og stunda námugröft. Bretarnir nota GPS-staðsetningartæki en áður hafði verið notast við loftmyndir við kortlagninguna og sáust þorpin ekki. Talið var að þarna væru aðeins um 30 þorp.

Unnið er að endurreisn efnahags Kongó eftir fimm ára borgarastríð sem lauk að mestu 2003. Talið er að allt að fjórar milljónir manna hafi látið lífið beint og óbeint af völdum þessara átaka.

Geysileg náttúruauðæfi eru í landinu auk skóganna, málmar og ýmis sjaldgæf jarðefni. Barátta um aðgang að þessum auðæfum ýtti undir átökin. En milljónir Kongómanna lifa á gæðum regnskóganna og óttast menn að ef fyrirtækin hefji vinnslu á umræddu svæði verði lífsgrundvelli íbúanna ógnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert