Hróður Noma í Kaupmannahöfn eykst

Menningarmiðstöðin Norðurbryggja þar sem bæði Noma og íslenska sendiráðið er …
Menningarmiðstöðin Norðurbryggja þar sem bæði Noma og íslenska sendiráðið er að finna.

Hróður veitingahússins Noma í Kaupmannahöfn eykst stöðugt. Það er eina veitingahúsið í Danmörku sem skartar tveimur stjörnum í  Michelin-bæklingnum og sérfræðingar breska tímaritsins Restaurant Magazine hafa nú útnefnt það 10. besta veitingahús heims.

Noma var  í 33. sæti á lista tímaritsins árið 2006 og í 15. sæti á síðasta ári.  Besti veitingastaðurinn að mati tímaritsins er áfram El Bulli í Katalóníu á Spáni og í öðru sæti er The Fat Duck skammt frá Lundúnum. Þessi tvö veitingahús hafa barist um efsta sætið undanfarin ár. 

Noma er við Strandgade 89, í húsi sem nefnist Norðurbryggja þar sem íslenska sendiráðið er einnig ásamt sendiskrifstofum Grænlands, Færeyja og Noregs. Nafn staðarins er skammstöfun fyrir Nordisk Mad og hann notar eingöngu hráefni frá Norðurlöndum.

Bestu veitingastaðir heims að mati  Restaurant Magazine eru:

  1. El Bulli, Spáni
  2. The Fat Duck, Bretlandi
  3. Pierre Gagnaire, Frakklandi
  4. Mugaritz, Spáni
  5. The French Laundry, Bandaríkjunum
  6. Per Se, Bandaríkjunum
  7. Bras, Frakklandi
  8. Arzak, Spáni
  9. Tetsuya's, Ástralíu
  10. Noma, Danmörku.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert