Þriggja ára fangelsi fyrir að flytja skothylki til Rússlands

Bandarískur prestur hefur verið dæmdur í þriggja ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir að koma með skothylki til Rússlands. 

Phillip Miles, frá Suður-Karólínu ríki, hefur verið í haldi frá því hann var handtekinn þann 3.febrúar, nokkrum dögum eftir að tollverðir fundu kassa með skothylkjum fyrir veiðiriffil í farangri hans á flugvellinum í Moskvu.
 
Miles sagðist hafa komið með skotfærin handa vini sínum og sagðist ekki hafa vitað af því að ólöglegt væri að koma með slík skotfæri til Rússlands.   Hann sagðist vonsvikinn yfir dómnum og sagði hann þungann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert