Verkfræðingur hjá Bandaríkjaher hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi látið Ísraelsmönnum í té leyniskjöl sem vörðuðu kjarnorkuvopn í byrjun níunda áratugar síðustu aldar.
Maðurinn, sem heitir Ben-ami Kadish, vann hjá rannsóknarstofnun hersins í New Jersey. Hann er sagður hafa tekið með sér leyniskjöl og leyft ísraelskum sendimanni að ljósrita þau.
Skjölin fjölluðu um kjarnorkuvopn og Patrot varnaflaugakerfið.