Leiðtogar kirkna í Simbabwe óttast að þjóðarmorð séu í uppsiglingu. Mikið ofbeldi hefur brotist út í landinu eftir forsetakosningar 29. mars sl. og óska þeir eftir hjálp frá löndunum í Afríku og Sameinuðu þjóðunum til að lagfæra ástandið.
„Sé ekkert gert til að hjálpa fólkinu í Simbabwe er allt eins líklegt að við munum þurfa að horfa upp á þjóðarmorð ekki ósvipuðum þeim sem áttu sér stað í Kenýa, Rúwanda og annars staðar í Afríku,“ sögðu leiðtogar kirkna í yfirlýsingu.
Stjórnarandstaðan, Lýðræðishreyfingin, heldur því fram að hún hafi unnið sigur í kosningunum en enn á eftir að birta niðurstöðurnar, að því er fram kemur á fréttavef BBC.