Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til að fjalla um nýjustu deilur Rússa og Georgíumanna, sem halda því fram, að rússnesk orrustuflugvél hafi skotið niður ómannaða njósnaflugvél frá Georgíu yfir sjálfstjórnarhéraðinu Abkhazíu, sem tilheyrir Georgíu.
Georgíumenn hafa birt myndir, sem sagðar eru sýna rússnesku flugvélina skjóta flugskeyti á ómönnuðu vélina.
Forseti Georgíu hefur mótmælt atvikinu harðlega og segja það brjóta gegn fullveldi landsins. Þá hafa Georgíumenn sakað Rússa um að reyna að sölsa undir sig Abkhazíu og annað sjálfstjórnarhérað í Georgíu.