300.000 gætu hafa látið lífið í Darfúr

Frá Darfúr héraði.
Frá Darfúr héraði. Reuters

Allt að 300.000 manns gætu hafa látið lífið af völdum átaka, sjúkdóma, og næringarskorts í Darfúr héraði í Súdan.  Þetta kom fram í máli John Holmes mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi Öryggisráðs SÞ í New York.  Í könnun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem gerð var árið 2006 kom fram að 200.000 manns hafi látið lífið í Darfúr, frá því átök hófust árið 2003. 

Að sögn Holmes er þessi nýja tala ekki byggð á nýrri rannsókn heldur er hún áætluð útfrá fyrri tölum og fréttum sem hafa komið frá því fyrri rannsókn var gerð.

Sendiherra Súdan segir vísaði tölunum á bug og sagði þær ekki trúverðugar.  Stjórnvöld í Súdan segja að 10.000 manns hafi látið lífið í Darfúr en þær tölur eru byggðar á hversu margir hafa látið lífið í bardögum, að því er kemur fram á fréttavef BBC.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert