Clinton spáð sigri

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. Reuters

Fyrstu töl­ur úr taln­ingu at­kvæða í for­kosn­ing­um Demó­krata­flokks­ins í Penn­sylvan­íu í dag benda til þess að Hillary Cl­int­on hafi borið sigur­orð af Barack Obama. Útgöngu­spár sjón­varps­stöðva bentu til þess að mjótt yrði á mun­un­um í rík­inu en Fox sjón­varps­stöðin spá­ir því að Cl­int­on hafi sigrað.

Ef marka má út­göngu­spár virðist Obama njóta yf­ir­burðafylg­is meðal ungs fólks og 92% blökku­manna, sem tóku þátt í for­kosn­ing­un­um í dag kusu hann. Cl­int­on nýt­ur meira fylg­is meðal kvenna, aldraðra, hvítra karl­manna, verka­fólks og fólks af suður-am­er­ísk­um upp­runa.

Mik­il kjör­sókn virðist hafa verið í for­kosn­ing­un­um. Sér­fræðing­ar segja að Cl­int­on þurfi á góðum sigri að halda til að eiga mögu­leika á að verða út­nefnd for­seta­efni demó­krata.

Demó­krat­ar í Penn­sylvan­íu kjósa um 158 kjör­menn á flokksþingi demó­krata í sum­ar. Obama hef­ur þegar tryggt sér 1648 kjör­menn en Cl­int­on 1537 en 2025 kjör­menn þarf á flokksþing­inu til að hljóta út­nefn­ingu.  

Barack Obama.
Barack Obama. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert