Dönsk sendiráð rýmd

Endurbirtingu skopmynda í febrúar var mótmælt víða í múslima löndum. …
Endurbirtingu skopmynda í febrúar var mótmælt víða í múslima löndum. Myndin er frá mótmælum í Afganistan í febrúar. AP

Dönsk yfirvöld hafa rýmt sendiráð í Alsír og Afganistan vegna aukinna hryðjuverkahótana.  Að sögn Erik Laursens, talsmanns utanríkisráðuneytis hafa starfsmenn sendiráðanna verið færðir til leynilegra staða í Alsírborg og Kabúl, þar sem þeir halda áfram störfum. 

Dönsk leyniþjónusta hefur varað við aukinni hættu á hryðjuverkum gegn Danmörku eftir að skopmyndir af Múhameð spámanni voru endurbirtar í 17 dönskum dagblöðum í febrúar.

Laursen sagði í samtali við AP fréttastofuna að hótanir sem hafa borist sendiráðunum séu svo raunhæfar að þessi ákvörðun hafi verið skynsamlegust.   Laursen segir starfsmenn í Alsír hafa verið flutta fyrir nokkrum dögum en í Kabúl voru þeir fluttir í dag.  Sendiráðunum hefur ekki verið lokað og hægt er að hafa samband við þau í gegnum síma eða tölvupóst.     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert