Fyrstu niðurstöður endurtalningar Zanu-PF í hag

Lögreglumaður gengur framhjá kjörkössum í talningarmiðstöð í Murombedzi um 100 …
Lögreglumaður gengur framhjá kjörkössum í talningarmiðstöð í Murombedzi um 100 km vestur af Harare, höfuðborg Simbabve. AP

Kjörstjórn í Simbabve hefur lýst því yfir að stjórnarflokkurinn Zanu-PF hafi sigrað í einu af 23 kjördæmum þar sem endurtalning fer nú fram Úrslitin í Vestur-Goromonzi kjördæmi eru í samræmi við fyrri talningu en það var Lýðræðishreyfingin MDC, sem fór fram á endurtalningu í kjördæminu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Talsmenn Lýðræðishreyfingarinnar MDC, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, hafa lýst nýju niðurstöðurnar marklausar og sagt þær enn eitt skrefið í þeirri áætlun yfirvalda að falsa kosningaúrslitin. 

Þing og forsetakosningar fóru fram í Simbabve þann 29. mars síðastliðinn og samkvæmt niðurstöðum upphaflegrar talningar bar stjórnarandstaðan sigur úr býtum í þingkosningunum. Úrslit forsetakosninganna hafa hins vegar ekki verið birt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert