Indíana skiptir miklu máli

Hillary Clinton er talin sigurstranglegri í Indíana í Bandaríkjunum.
Hillary Clinton er talin sigurstranglegri í Indíana í Bandaríkjunum. Reuters.

Aldrei þessu vant mun Indíana ríkið í Bandaríkjunum leika stóran þátt í forkosningum Demókrataflokksins. Venjulega hefur verið búið að velja frambjóðendur beggja flokkanna þegar röðin hefur komið að Indiana.  

Búist er við að öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama muni eiga erfitt uppdráttar í Indíana og er mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton, talin sigurstranglegri.  Clinton er á góðu skriði núna eftir að hafa unnið sigur í forkosningunum í Pennsylvaníu í gær með 10% mun.  

Clinton og Obama eru þegar komin til Indíana og reyna að heilla kjósendur. Almenningur þar er hæstánægður með þá athygli sem ríkið fær þar sem rúmlega 40 ár eru síðan forkosningar þar skiptu einhverju máli. Alls berjast Clinton og Obama um 72 kjörna fulltrúa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert